Fjárveitingarheimild úr draumi 5. apríl 2007 05:00 Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun