Framleiða undraefni úr þorski 28. mars 2007 04:30 Jón Bragi Bjarnason. Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur búið til krem og lyf úr ensímum í þorski. Lyfið hefur marga eiginleika en nýjustu rannsóknir benda til að það geti læknað fuglaflensu. MYND/GVA Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensímið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúkdóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsóknar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvefveiruna,“ segir Jón og bætir við að í bígerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun fulltrúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúkdæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rannsóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dansinn,“ segir Jón. Undir smásjánni Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensímið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúkdóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsóknar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvefveiruna,“ segir Jón og bætir við að í bígerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun fulltrúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúkdæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rannsóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dansinn,“ segir Jón.
Undir smásjánni Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira