Í víngerð er engin rómantík 21. mars 2007 00:01 Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira