Byggjum réttlátt samfélag 7. mars 2007 09:36 Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira