Byggjum réttlátt samfélag 7. mars 2007 09:36 Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira