Byggjum réttlátt samfélag 7. mars 2007 09:36 Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira