Kínverskar púðurkerlingar 7. mars 2007 09:36 Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira