Mogginn til bjargar bönkum 28. febrúar 2007 00:01 Það gladdi Aurasálina þegar fréttist að útlensk hagspekifyrirtæki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri að óttast um íslensku bankana því ríkissjóður stæði svo sterkur á bak við þá. Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli um gjörvallan heim þannig að íslensku bankarnir hafa endurheimt sinn fyrri sess á kostnað matsfyrirtækisins Moody"s. Fyrirtækið Moody"s heitir í höfuð-ið á stofnanda sínum sem var þekktur fyrir miklar skapsveiflur. Síðan hefur sú hefð haldist í fyrirtækinu að allar aðferðir séu óútreiknanlegar og enginn stöðugleiki sé í ráðleggingum þess. Hins vegar er Aurasálin sannfærð um að íslenska hagkerfið eigi skilið þessa miklu viðurkenningu sem hinn óútreiknanlegi hagspekingur hefur veitt því. Grundvöllur mats Moody"s er sú staðreynd að bankarnir starfa innan íslenska hagkerfisins þar sem Framsóknarflokkurinn fer með mikil áhrif í krafti framsýnnar iðnaðarstefnu sinnar. Stóriðjan, og sá farsæli grundvöllur sem hún hefur skapað í efnahag þjóðarinnar, hefur því bjargað bönkunum í þeirra braski og ævintýramennsku á erlendri grund. Þá er vitaskuld ótalið hlutverk Morgunblaðsins við að tryggja framtíð bankanna en á síðasta ári lagði Morgunblaðið sitt mikilvæga lóð á vogarskálar aukinnar ábyrgðartilfinningar bankanna. Nú á blaðið aðeins eftir að auka með þeim sómatilfinningu og hefur þá tamið þá til fullnægjandi þroska svo taka megi þá alvarlega í þjóðfélagsumræðu meðal heldri manna og broddborgara. Gagnrýni Morgunblaðsins á stefnu bankanna á síðasta ári var lykilþáttur í þeim umskiptum sem síðan hafa orðið. Áhrif Morgunblaðsins í íslensku samfélagi eru slík og þvílík að þegar blaðið beitir sér af öllu sínu afli, í frétta- og leiðaraskrifum, í þeim tilgangi að ná fram tiltekinni niðurstöðu, sem undantekningarlaust er rétt og þjóðinni fyrir bestu, þá stenst ekkert mátt blaðsins. Það er lán okkar Íslendinga að eiga blað sem vakir yfir hagsmunum okkar, réttum sið og almennu velsæmi. Í fyrra þegar Morgunblaðið gat ekki lengur horft aðgerðarlaust upp á hvernig bankarnir voru smám saman að steypast í glötun vegna offjárfestinga og ofmetnaðar brugðust sumir bankamenn ókvæða við. Þeir töluðu illa um Morgunblaðið og sögðu það fara villur vegar og að hjá blaði allra landsmanna skorti skilning á flóknum heimi internasjónal fínans. En nú er annað hljóð í strokknum. Nú vildu allir Reykjavíkurbréf kveðið hafa. Bankarnir ættu nú að sjá sóma sinn í því að þakka Morgunblaðinu almennilega fyrir að hafa tryggt þeim þessa hækkun lánshæfismats. Án varnaðarorða Morgunblaðsins hefðu þessi gleðitíðindi síðustu viku aldrei orðið. Aurasálin Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Það gladdi Aurasálina þegar fréttist að útlensk hagspekifyrirtæki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri að óttast um íslensku bankana því ríkissjóður stæði svo sterkur á bak við þá. Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli um gjörvallan heim þannig að íslensku bankarnir hafa endurheimt sinn fyrri sess á kostnað matsfyrirtækisins Moody"s. Fyrirtækið Moody"s heitir í höfuð-ið á stofnanda sínum sem var þekktur fyrir miklar skapsveiflur. Síðan hefur sú hefð haldist í fyrirtækinu að allar aðferðir séu óútreiknanlegar og enginn stöðugleiki sé í ráðleggingum þess. Hins vegar er Aurasálin sannfærð um að íslenska hagkerfið eigi skilið þessa miklu viðurkenningu sem hinn óútreiknanlegi hagspekingur hefur veitt því. Grundvöllur mats Moody"s er sú staðreynd að bankarnir starfa innan íslenska hagkerfisins þar sem Framsóknarflokkurinn fer með mikil áhrif í krafti framsýnnar iðnaðarstefnu sinnar. Stóriðjan, og sá farsæli grundvöllur sem hún hefur skapað í efnahag þjóðarinnar, hefur því bjargað bönkunum í þeirra braski og ævintýramennsku á erlendri grund. Þá er vitaskuld ótalið hlutverk Morgunblaðsins við að tryggja framtíð bankanna en á síðasta ári lagði Morgunblaðið sitt mikilvæga lóð á vogarskálar aukinnar ábyrgðartilfinningar bankanna. Nú á blaðið aðeins eftir að auka með þeim sómatilfinningu og hefur þá tamið þá til fullnægjandi þroska svo taka megi þá alvarlega í þjóðfélagsumræðu meðal heldri manna og broddborgara. Gagnrýni Morgunblaðsins á stefnu bankanna á síðasta ári var lykilþáttur í þeim umskiptum sem síðan hafa orðið. Áhrif Morgunblaðsins í íslensku samfélagi eru slík og þvílík að þegar blaðið beitir sér af öllu sínu afli, í frétta- og leiðaraskrifum, í þeim tilgangi að ná fram tiltekinni niðurstöðu, sem undantekningarlaust er rétt og þjóðinni fyrir bestu, þá stenst ekkert mátt blaðsins. Það er lán okkar Íslendinga að eiga blað sem vakir yfir hagsmunum okkar, réttum sið og almennu velsæmi. Í fyrra þegar Morgunblaðið gat ekki lengur horft aðgerðarlaust upp á hvernig bankarnir voru smám saman að steypast í glötun vegna offjárfestinga og ofmetnaðar brugðust sumir bankamenn ókvæða við. Þeir töluðu illa um Morgunblaðið og sögðu það fara villur vegar og að hjá blaði allra landsmanna skorti skilning á flóknum heimi internasjónal fínans. En nú er annað hljóð í strokknum. Nú vildu allir Reykjavíkurbréf kveðið hafa. Bankarnir ættu nú að sjá sóma sinn í því að þakka Morgunblaðinu almennilega fyrir að hafa tryggt þeim þessa hækkun lánshæfismats. Án varnaðarorða Morgunblaðsins hefðu þessi gleðitíðindi síðustu viku aldrei orðið.
Aurasálin Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira