Til hamingju með daginn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 27. janúar 2007 00:01 Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun