Missti íbúð vegna vanefnda Guðmundar í Byrginu 29. desember 2006 18:43 Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði. Fréttir Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira