Lagabreyting rökstudd með lögbrotum 29. desember 2006 18:30 Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira