Stefnir í óefni 29. desember 2006 12:58 Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda.Íslenska ríkið hefur að meðaltali tekjur af 150 til 500 flugum sem fara í gegnum íslenska lofthelgi á dag, en um 1.000 vélar fljúga yfir Norður-Atlantshafið daglega. Ef flugumferðarstjórar ráða sig ekki til starfa hjá Flugstoðum þá verður alþjóðlegri flugumferð yfir Norður-Atlantshafið beint í ríkara mæli suður fyrir íslenska svæðið.Að sögn talsmanns British Airways býst félagið við vandræðum, en ekki hefur verið ákveðið til hvaða ráðstafana félagið mun grípa ef ekki leysist úr deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir.Loftur Jóhannsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að breyting á flugleiðum hafi að öllu jöfnu í för með sér aukin fjárútlát fyrir flugfélög og þau geti jafnvel verið veruleg ef um er að ræða mikla lengingu á flugleiðinni. Flugstjórn í Bretlandi mun beina öllu Norður- Atlantshafsflugi suður fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið, um flugstjórnarsvæði Kanadamanna.Loftur segir stöðuna vegna ráðninga flugumferðastjóra til Flugstoða vera óbreytta svo nú lítur út fyrir að stefni í óefni fyrsta janúar, en talið er að lítil röskun verði á millilandaflugi Icelandair til og frá landinu. Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda.Íslenska ríkið hefur að meðaltali tekjur af 150 til 500 flugum sem fara í gegnum íslenska lofthelgi á dag, en um 1.000 vélar fljúga yfir Norður-Atlantshafið daglega. Ef flugumferðarstjórar ráða sig ekki til starfa hjá Flugstoðum þá verður alþjóðlegri flugumferð yfir Norður-Atlantshafið beint í ríkara mæli suður fyrir íslenska svæðið.Að sögn talsmanns British Airways býst félagið við vandræðum, en ekki hefur verið ákveðið til hvaða ráðstafana félagið mun grípa ef ekki leysist úr deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir.Loftur Jóhannsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að breyting á flugleiðum hafi að öllu jöfnu í för með sér aukin fjárútlát fyrir flugfélög og þau geti jafnvel verið veruleg ef um er að ræða mikla lengingu á flugleiðinni. Flugstjórn í Bretlandi mun beina öllu Norður- Atlantshafsflugi suður fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið, um flugstjórnarsvæði Kanadamanna.Loftur segir stöðuna vegna ráðninga flugumferðastjóra til Flugstoða vera óbreytta svo nú lítur út fyrir að stefni í óefni fyrsta janúar, en talið er að lítil röskun verði á millilandaflugi Icelandair til og frá landinu.
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira