Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu rúmum 9 milljörðum krónum umfram sölu í síðasta mánuði. Stærstur hluti kaupanna eru viðskipti með hlutabréf í einstökum félögum og námu þau 6,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabanka Íslands.
Þá námu nettókaup í skuldabréfum 1,7 milljörðum króna og kaup á hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum 900 milljónum króna.
Að sögn greiningardeildar Glitnis nema nettókaup á erlendum verðbréfum 124,5 milljörðum króna á árinu í heild samanborið við 105 milljarða krónur í fyrra.
Greiningardeildin segir í Morgunkorni sínu í dag að stærstan hluta viðskiptanna mega rekja til nettókaupa á hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum eða um 86,7 milljarða króna. 22,6 milljarða króna er vegna kaupa í verðbréfasjóðum og 15,4 milljarðar vegna skuldabréfa.
Deildin segir í Morgunkorninu að afar líklegt sé að þessi aukningu á milli ára megi rekja til útrásar íslenskra fyrirtækja og að hluti beinnar fjárfestingar falli undir óbeina fjárfestingu.