Sýslumaðurinn á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm aðilum sem grunaðir eru um innbrot og þjófnaði í tvö fyrirtæki á Akureyri. Aðfaranótt jóladags var brotist inn í verslun og stolið snjóbrettum og búnaði þeim tengdum.
Síðastliðna nótt var svo aftur farið inn á sama stað og meiru stolið af sama tagi. Í tengslum við það voru fimm aðilar handteknir sem grunaðir eru um innbrotin en hluti af þýfinu fannst í fórum þeirra. Þá var brotist inn í veitingahús og stolið þaðan töluverðu magni af áfengi, sjóðvél og peningum. Talið er að sömu aðilar hafi verið þar að verki.