Níðstöng veldur vandræðum 21. desember 2006 18:28 Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. Sjaldgæft er á síðari tímum að menn reisi níðstangir þó það hafi verið siður á Sturlungu. Bregður svo við að Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal hefur reist eina slíka í landi sínu og blasir hún við frá þjóðveginum. Má rekja þessa níðstöng til þess að fyrir ári varð Óskar Björnsson, sem býr á Bíldudal, fyrir því óláni að aka yfir hvolp sem Þorvaldur bóndi átti. Taldi hann að þetta væri viljaverk og hafa deilur milli þeirra magnast síðan. Á dögunum slátraði Þorvaldur bóndi tveimur kálfum en hausinn á öðrum skóf hann og setti á níðstöngina. Á hana eru rist þessi mergjuðu orð: "Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óskari Björnssyni. Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villu vegar. Engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi að honum dauðum." Undirritað Þorvaldur Stefánsson, Otradal. Óskar Björnsson hefur kært Þorvald til lögreglu fyrir morðhótun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði verður talað við manninn, en ekki er ljóst til hvaða aðgerða verður gripið þar sem ekki er liggur fyrir hvernig bregðast skuli lögum samkvæmt við níðstöngum í dag. Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. Sjaldgæft er á síðari tímum að menn reisi níðstangir þó það hafi verið siður á Sturlungu. Bregður svo við að Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal hefur reist eina slíka í landi sínu og blasir hún við frá þjóðveginum. Má rekja þessa níðstöng til þess að fyrir ári varð Óskar Björnsson, sem býr á Bíldudal, fyrir því óláni að aka yfir hvolp sem Þorvaldur bóndi átti. Taldi hann að þetta væri viljaverk og hafa deilur milli þeirra magnast síðan. Á dögunum slátraði Þorvaldur bóndi tveimur kálfum en hausinn á öðrum skóf hann og setti á níðstöngina. Á hana eru rist þessi mergjuðu orð: "Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óskari Björnssyni. Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villu vegar. Engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi að honum dauðum." Undirritað Þorvaldur Stefánsson, Otradal. Óskar Björnsson hefur kært Þorvald til lögreglu fyrir morðhótun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði verður talað við manninn, en ekki er ljóst til hvaða aðgerða verður gripið þar sem ekki er liggur fyrir hvernig bregðast skuli lögum samkvæmt við níðstöngum í dag.
Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira