Metrennsli í Norðurá 20. desember 2006 19:45 Í Borgarfirði hafa ár flætt yfir bakka sína og gamla brúin yfir Hvítá, milli Ferjukots og Hvítarvalla, er lokuð og íbúar í Ferjukoti því innlyksa. Norðurá flæddi yfir veginn á þremur stöðum efst í Norðurárdál og loka þurfti fyrir umferð um Holtavöruheiði frá klukkan níu í gærkvöldi til klukkan sex í morgun og var umferð beint um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Áin fór yfir veginn við Klettastíu, Hreinsstaði og Kattarhryggi. Vatnsrennsli í Norðurá var í hámarki í morgun þegar það mældist 780 rúmetrar á sekúndu en það hefur ekki mælst meira síðan mælir var settur þar upp árið 1970. Hvítá í Borgarfirði hefur tekið í sundur veginn við Ferjukot og er gamla brúin yfir ánna lokuð og eru íbúar þar innlyksa. Norðurá rennur í Hvítá talsvert fyrir ofan Ferjukot og vatnsmagnið því mikið en rennslið í Hvítá hefur á síðustu klukkutímum verið um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferjukoti segir flóðið í ánni það mesta í fimmtán ár. Áin fór yfir bakka sína þannig að vatn flæddi inn í kjallara gamla íbúðarhússins í Ferjukoti og komu menn frá björgunarsveitinni Brák í Borgarfirði með vatnsdælu á gúmmíbát svo hægt væri að dæla vatninu út. Þorkell kemst hvergi og veit ekki hvenær fært verður um veginn. Hann segir það þó litlu breyta þar sem hann hafi ekki átt neitt erindi frá bænum sem verður gjarnan innlyksa í flóðum. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Í Borgarfirði hafa ár flætt yfir bakka sína og gamla brúin yfir Hvítá, milli Ferjukots og Hvítarvalla, er lokuð og íbúar í Ferjukoti því innlyksa. Norðurá flæddi yfir veginn á þremur stöðum efst í Norðurárdál og loka þurfti fyrir umferð um Holtavöruheiði frá klukkan níu í gærkvöldi til klukkan sex í morgun og var umferð beint um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Áin fór yfir veginn við Klettastíu, Hreinsstaði og Kattarhryggi. Vatnsrennsli í Norðurá var í hámarki í morgun þegar það mældist 780 rúmetrar á sekúndu en það hefur ekki mælst meira síðan mælir var settur þar upp árið 1970. Hvítá í Borgarfirði hefur tekið í sundur veginn við Ferjukot og er gamla brúin yfir ánna lokuð og eru íbúar þar innlyksa. Norðurá rennur í Hvítá talsvert fyrir ofan Ferjukot og vatnsmagnið því mikið en rennslið í Hvítá hefur á síðustu klukkutímum verið um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferjukoti segir flóðið í ánni það mesta í fimmtán ár. Áin fór yfir bakka sína þannig að vatn flæddi inn í kjallara gamla íbúðarhússins í Ferjukoti og komu menn frá björgunarsveitinni Brák í Borgarfirði með vatnsdælu á gúmmíbát svo hægt væri að dæla vatninu út. Þorkell kemst hvergi og veit ekki hvenær fært verður um veginn. Hann segir það þó litlu breyta þar sem hann hafi ekki átt neitt erindi frá bænum sem verður gjarnan innlyksa í flóðum.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira