Á stærð við 15 knattspyrnuvelli 19. desember 2006 18:59 Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu. Samkvæmt samningnum mun Data Íslandia veita BT Group alhliða þjónustu við langtíma gagnavistun og stýringu rafrænna gagna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segir gagnamiðstöðvar hafa hingað til verið stórar tölvur sem geymi mikið af gögnum. Nú hafi regluverkið hins vegar breyst, meira af gögnum til að geyma og því leitað hagkvæmustu leiða og bestu staðsetninga fyrir nútíma gagnavistun. Hann segir þetta henta mjög stórum fyrirtækjum að hafa áreiðanlega og staðfasta miðstöð af þessari gerð og umhverfið sé eins stöðugt og hægt sé. Það eigi við um Ísland. Squire segir að allt að 200 ný störf skapist í kringum starfsemina á Íslandi. Auk þess þurfi að stofna ný stoð- og þjónustufyrirtæki. Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathugunarinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna. Squire segir áætlað að hefja byggingaframkvæmdir í vor. Rannsóknir þurfi að framkvæma til að tryggja að reksturinn verði umhverfisvænn. Gæta þurfi hagsmuna BT og Íslands auk samstarfsaðila í Data Íslandia. Squire segir þetta fyrstu miðstöðina af mörgum. Þrýst sé á alþjóðleg stórfyrirtæki og vandamálið það sama hjá öllum varðandi geymslu gagna. Öll fyrirtækin leiti lausna. Squire segist ætla að kynna lausn fyrirtækisins fyrir ýmsum aðilum víða um heim á næstu misserum. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu. Samkvæmt samningnum mun Data Íslandia veita BT Group alhliða þjónustu við langtíma gagnavistun og stýringu rafrænna gagna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segir gagnamiðstöðvar hafa hingað til verið stórar tölvur sem geymi mikið af gögnum. Nú hafi regluverkið hins vegar breyst, meira af gögnum til að geyma og því leitað hagkvæmustu leiða og bestu staðsetninga fyrir nútíma gagnavistun. Hann segir þetta henta mjög stórum fyrirtækjum að hafa áreiðanlega og staðfasta miðstöð af þessari gerð og umhverfið sé eins stöðugt og hægt sé. Það eigi við um Ísland. Squire segir að allt að 200 ný störf skapist í kringum starfsemina á Íslandi. Auk þess þurfi að stofna ný stoð- og þjónustufyrirtæki. Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathugunarinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna. Squire segir áætlað að hefja byggingaframkvæmdir í vor. Rannsóknir þurfi að framkvæma til að tryggja að reksturinn verði umhverfisvænn. Gæta þurfi hagsmuna BT og Íslands auk samstarfsaðila í Data Íslandia. Squire segir þetta fyrstu miðstöðina af mörgum. Þrýst sé á alþjóðleg stórfyrirtæki og vandamálið það sama hjá öllum varðandi geymslu gagna. Öll fyrirtækin leiti lausna. Squire segist ætla að kynna lausn fyrirtækisins fyrir ýmsum aðilum víða um heim á næstu misserum.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira