Guðmundur í Byrginu látið af störfum 18. desember 2006 18:43 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Guðmundur sagði frá því að náinn vinur hans tæki við starfi forstöðumanns meðan á rannsókn stæði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sakaði hann ritstjóra Kompáss um að hafa haldið Jóa og Guggu, sem hann kvað meginheimildarmenn þáttarins, uppi á eiturlyfjum til að ná fram upplýsingum. Þá sakaði hann ónefnda menn um að hafa reynt að múta sér til að þvo peninga. Því hafi hann svarað að hann þvæði sálir en ekki peninga. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og læknir hjá Byrginu sagði í samtali við fréttastofu í dag að þær ásakanir sem fram komu í Kompási í gær, væru reiðarslag. Matthías Halldórsson núverandi landlæknir segir óforsvaranlegt að kristileg samtök reki svona heimili. Svo virðist sem hver sem er geti stofnað og rekið meðferðarheimili án eftirlits. Meðferðarheimilið Byrgið er þannig ekki á forræði Félagsmálaráðuneytisins. Ekki heldur heilbrigðisráðuneytisins og ekki háð eftirliti landlæknisembættisins enda hvorki sjúkrahús né heilbrigðisþjónusta. Samkvæmt þeim upplýsingum fréttastofu væri það á hendi stjórnar sjálfseignastofnunarinnar Byrgisins að setja sér lög um faglegt eftirlit. Þessi stjórn finnst ekki. Landlæknir segir afleitt að hið opinbera hafi ekki strangt eftirlit með meðferðarheimilum á borð við Byrgið. Ríkið rak áður Gunnarsholt sem gegndi samskonar hlutverki og Byrgið en hætti því. Landlæknir segir slæmt að Gunnarsholt hafi verið lagt niður. Landlæknir bendir á að Byrgið hafi ekki leyfi til að lækna fólk eða afeitra - til þess þurfi samkvæmt lögum sérstakt leyfi heilbrigðisráðherra - sem Byrgið hefur ekki. Fari afeitrun þar fram - þá sé það lögbrot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu keypti eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím, sem Guðmundur stofnaði, fimm sumarhúsalóðir við Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi á síðasta ári. Þetta eru hefðbundnar 7500 fermetra sumarhúaslóðir. Eitt hús er þegar risið og þar býr Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni. Tvö til viðbótar eru í smíðum og munu vera handa öðrum starfsmönnum Byrgisins. Eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím er skráð á blokkaríbúð í Hafnarfirði sem áður var í eigu Guðmundar og konu hans en er nú skráð á son þeirra. Fyrir lóðirnar greiddi Úrím og Túmmím gangverð. Þá hafa menn á vegum Byrgisins keypt 10 hektara land við Búrfellsveg sem kallast Lyngholt. Þar er nú verið að skipuleggja 15 sumarhúsalóðir. Á sama tíma hafa talsmenn Byrgisins haft sig í frammi við að afla peninga fyrir meðferðarheimilið og fengið vel á þriðja hundrað milljóna króna frá hinu opinbera á síðustu árum. Fréttir Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. Guðmundur sagði frá því að náinn vinur hans tæki við starfi forstöðumanns meðan á rannsókn stæði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sakaði hann ritstjóra Kompáss um að hafa haldið Jóa og Guggu, sem hann kvað meginheimildarmenn þáttarins, uppi á eiturlyfjum til að ná fram upplýsingum. Þá sakaði hann ónefnda menn um að hafa reynt að múta sér til að þvo peninga. Því hafi hann svarað að hann þvæði sálir en ekki peninga. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og læknir hjá Byrginu sagði í samtali við fréttastofu í dag að þær ásakanir sem fram komu í Kompási í gær, væru reiðarslag. Matthías Halldórsson núverandi landlæknir segir óforsvaranlegt að kristileg samtök reki svona heimili. Svo virðist sem hver sem er geti stofnað og rekið meðferðarheimili án eftirlits. Meðferðarheimilið Byrgið er þannig ekki á forræði Félagsmálaráðuneytisins. Ekki heldur heilbrigðisráðuneytisins og ekki háð eftirliti landlæknisembættisins enda hvorki sjúkrahús né heilbrigðisþjónusta. Samkvæmt þeim upplýsingum fréttastofu væri það á hendi stjórnar sjálfseignastofnunarinnar Byrgisins að setja sér lög um faglegt eftirlit. Þessi stjórn finnst ekki. Landlæknir segir afleitt að hið opinbera hafi ekki strangt eftirlit með meðferðarheimilum á borð við Byrgið. Ríkið rak áður Gunnarsholt sem gegndi samskonar hlutverki og Byrgið en hætti því. Landlæknir segir slæmt að Gunnarsholt hafi verið lagt niður. Landlæknir bendir á að Byrgið hafi ekki leyfi til að lækna fólk eða afeitra - til þess þurfi samkvæmt lögum sérstakt leyfi heilbrigðisráðherra - sem Byrgið hefur ekki. Fari afeitrun þar fram - þá sé það lögbrot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu keypti eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím, sem Guðmundur stofnaði, fimm sumarhúsalóðir við Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi á síðasta ári. Þetta eru hefðbundnar 7500 fermetra sumarhúaslóðir. Eitt hús er þegar risið og þar býr Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni. Tvö til viðbótar eru í smíðum og munu vera handa öðrum starfsmönnum Byrgisins. Eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím er skráð á blokkaríbúð í Hafnarfirði sem áður var í eigu Guðmundar og konu hans en er nú skráð á son þeirra. Fyrir lóðirnar greiddi Úrím og Túmmím gangverð. Þá hafa menn á vegum Byrgisins keypt 10 hektara land við Búrfellsveg sem kallast Lyngholt. Þar er nú verið að skipuleggja 15 sumarhúsalóðir. Á sama tíma hafa talsmenn Byrgisins haft sig í frammi við að afla peninga fyrir meðferðarheimilið og fengið vel á þriðja hundrað milljóna króna frá hinu opinbera á síðustu árum.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira