Flugdólg hent úr vél í Halifax 17. desember 2006 19:37 Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvél á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanada. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Flugvélin, sem er í eigu flugfélagsins JetX, sem aftur er í eigu Heimsferða, fór frá Kúbu í gær áleiðis til Íslands. Millilenda átti í Halifax í Kanada til að skipta um áhöfn og fylla vélina af eldsneyti. Hjónin munu hafa tekið nokkuð af áfengi með sér í handfarangri í vélina og drukki af því þótt einungis megi neyta þess áfengis sem er á boðstólum í vélum félagsins. Þagar skammt var til lendingar í Halifax mun maðurinn hafa verið orðinn töluvert ölvaður og tekið að láta ófriðlega. Að sögn fulltrúa Heimsferða mun hann hafa orðið æstur og sýnt áhöfn og samferðafólki dónaskap en við það hafi aðrir farþegar viljað að maðurinn yrði fluttur til í vélinni. Kona mannsins mun þá hafa reynt að róa eiginmann sinn en uppskorið barsmíðar frá honum að flugþjóni og farþegum ásjáandi. Flugstjórinn sem tók við vélinni í Halifax afréð að skilja hjónin eftir þar og halda án þeirra til Íslands. Vélin lenti svo í Keflavík snemma í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Heimsferðum mun félagið aðstoða hjónin við að komast heim óski þau þess en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um að þess hafi verið óskað. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvél á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanada. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Flugvélin, sem er í eigu flugfélagsins JetX, sem aftur er í eigu Heimsferða, fór frá Kúbu í gær áleiðis til Íslands. Millilenda átti í Halifax í Kanada til að skipta um áhöfn og fylla vélina af eldsneyti. Hjónin munu hafa tekið nokkuð af áfengi með sér í handfarangri í vélina og drukki af því þótt einungis megi neyta þess áfengis sem er á boðstólum í vélum félagsins. Þagar skammt var til lendingar í Halifax mun maðurinn hafa verið orðinn töluvert ölvaður og tekið að láta ófriðlega. Að sögn fulltrúa Heimsferða mun hann hafa orðið æstur og sýnt áhöfn og samferðafólki dónaskap en við það hafi aðrir farþegar viljað að maðurinn yrði fluttur til í vélinni. Kona mannsins mun þá hafa reynt að róa eiginmann sinn en uppskorið barsmíðar frá honum að flugþjóni og farþegum ásjáandi. Flugstjórinn sem tók við vélinni í Halifax afréð að skilja hjónin eftir þar og halda án þeirra til Íslands. Vélin lenti svo í Keflavík snemma í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Heimsferðum mun félagið aðstoða hjónin við að komast heim óski þau þess en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um að þess hafi verið óskað.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira