Báðust afsökunar á framkomu sinni 12. desember 2006 18:30 Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað. Kristinn Ingi Pétursson og kærasta hans komu fyrst að slysinu og hringdu strax á neyðarlínuna til að kalla út sjúkralið og til að fá upplýsingar um hvernig best væri að bera sig að við fyrstu hjálp. Sá sem kom næstur að slysinu skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort búið væri að hringja í 112 og þegar þau játuðu því skrúfaði hann upp rúðuna og hélt leiðar sinnar. Þannig fór nokkur fjöldi bíla framhjá við hæla þeirra þar sem þau reyndu að hlúa að þeim slösuðu. Kristinn Ingi segist ekki hafa verið sérlega stoltur af þjóðerni sínu þennan daginn. Hann segist ekki vita hvort fólk hafi haldið að það væri að gera einhvern greiða með því að stoppa ekki en það hafi verið léttir þegar umferðin stöðvaðist loks. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í fréttum okkar í gær að margir þeirra sem töfust vegna slyssins hefðu sýnt fádæma óþolinmæði og dónaskap á slysstað. Eftir fréttina virtust þó einhverjir hafa séð að sér, því þó nokkur símtöl bárust frá vegfarendum sem vildu biðjast afsökunar á framkomu sinni en þeir höfuðu áður lýst óánægju með lokun vegarins. Lögreglan fagnar afsökunarbeiðnunum og vonar að eftirleiðis sýni vegfarendur meiri skilning við aðstæður sem þessar. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað. Kristinn Ingi Pétursson og kærasta hans komu fyrst að slysinu og hringdu strax á neyðarlínuna til að kalla út sjúkralið og til að fá upplýsingar um hvernig best væri að bera sig að við fyrstu hjálp. Sá sem kom næstur að slysinu skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort búið væri að hringja í 112 og þegar þau játuðu því skrúfaði hann upp rúðuna og hélt leiðar sinnar. Þannig fór nokkur fjöldi bíla framhjá við hæla þeirra þar sem þau reyndu að hlúa að þeim slösuðu. Kristinn Ingi segist ekki hafa verið sérlega stoltur af þjóðerni sínu þennan daginn. Hann segist ekki vita hvort fólk hafi haldið að það væri að gera einhvern greiða með því að stoppa ekki en það hafi verið léttir þegar umferðin stöðvaðist loks. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í fréttum okkar í gær að margir þeirra sem töfust vegna slyssins hefðu sýnt fádæma óþolinmæði og dónaskap á slysstað. Eftir fréttina virtust þó einhverjir hafa séð að sér, því þó nokkur símtöl bárust frá vegfarendum sem vildu biðjast afsökunar á framkomu sinni en þeir höfuðu áður lýst óánægju með lokun vegarins. Lögreglan fagnar afsökunarbeiðnunum og vonar að eftirleiðis sýni vegfarendur meiri skilning við aðstæður sem þessar.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira