Veikir útlendingar kosta 10. desember 2006 18:32 Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu. Árlega verður Landsspítali Háskólasjúkrahús og íslenskir skattgreiðendur fyrir tæplega 200 milljón króna kostnaði vegna útlendinga sem vinna hérlendis en eru ekki með sjúkratryggingu. Eftirlit með því hverjir koma hingað til lands að vinna og hvort þeir uppfylla skilyrði eins og sjúkratryggingu fellur undir félagsmála- og dómsmálaráðuneyti. Lægsti kostnaður vegna komu á sjúkrahús fyrir aðila utan kerfisins eru 23 þúsund krónur, en hæsti kostnaður sem komið hefur til vegna einstaklings nemur rúmlega 40 milljónum. Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi segir að reynt sé að komast að því hver er ábyrgur fyrir greiðslu og að koma sjúklingunum sem fyrst til heimalands síns. Hann segir staðreyndina þá að margir þeirra hafi engar tryggingar í heimalandinu, en stundum sé neitað að taka við þeim þar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir viðmið við hvað sé neyð metin í hverju tilfelli fyrir sig en hérlendis beri að veita öllum læknisþjónustu sem eru í neyð, bæði vegna mannúðarsáttmála og félagsmálasáttmála Evrópu. Jóhannes segir að engum sé vísað frá, enda komi líka til læknaeiðs sem beri að virða. Þetta gildi bæði um íslendinga og útlendinga. Hann leggur áherslu á ábyrgð vinnuveitenda, að þeir sjá til þess að starfsmenn þeirra séu tryggðir. Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu. Árlega verður Landsspítali Háskólasjúkrahús og íslenskir skattgreiðendur fyrir tæplega 200 milljón króna kostnaði vegna útlendinga sem vinna hérlendis en eru ekki með sjúkratryggingu. Eftirlit með því hverjir koma hingað til lands að vinna og hvort þeir uppfylla skilyrði eins og sjúkratryggingu fellur undir félagsmála- og dómsmálaráðuneyti. Lægsti kostnaður vegna komu á sjúkrahús fyrir aðila utan kerfisins eru 23 þúsund krónur, en hæsti kostnaður sem komið hefur til vegna einstaklings nemur rúmlega 40 milljónum. Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi segir að reynt sé að komast að því hver er ábyrgur fyrir greiðslu og að koma sjúklingunum sem fyrst til heimalands síns. Hann segir staðreyndina þá að margir þeirra hafi engar tryggingar í heimalandinu, en stundum sé neitað að taka við þeim þar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir viðmið við hvað sé neyð metin í hverju tilfelli fyrir sig en hérlendis beri að veita öllum læknisþjónustu sem eru í neyð, bæði vegna mannúðarsáttmála og félagsmálasáttmála Evrópu. Jóhannes segir að engum sé vísað frá, enda komi líka til læknaeiðs sem beri að virða. Þetta gildi bæði um íslendinga og útlendinga. Hann leggur áherslu á ábyrgð vinnuveitenda, að þeir sjá til þess að starfsmenn þeirra séu tryggðir.
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira