Kostnaður við Sundabrautarjarðgöng um 16 milljarðar 8. desember 2006 16:09 Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og í henni er meðal annars farið yfir tæknileg atriði við gerð ganganna, kostnaðarmat og áhrif á umferð og það borðið saman við leið III, sem kölluð hefur verið „eyjalausn". Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir króna.Fram kemur í tilkynningu frá borginni að í samráðsferli um 1. áfanga Sundabrautar, sem nær yfir sundin, með þátttöku Reykjavíkurborgar, íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals, Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar var lögð áhersla á að kanna nánar jarðgangagerð á þeim áfanga.Ný jarðgangaleið var valin til skoðunar sem er lík legu þeirri sem var til skoðunar á árunum 1998-1999, en gangamunni að austanverðu er nú nær Geldinganesi en áður var. Með því verður tenging við Geldinganes og Kjalarnes og framtíðar þjóðveg til norðurs beinni en minni áhersla lögð á tengingu við Grafarvogshverfið. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á jarðfræði á leiða í ljós að á megninu af leiðinni er talið að jarðgöng liggi í bergi sem er hagstætt til jarðgangagerðar. Arðsemi 1. áfanga Sundabrautar er í samræmi við eldri áætlanir en hún miðast við uppbyggingu Sundabrautar í einum áfanga. Með áfangaskiptingu og lækkun stofnkostnaðar í upphafi geta arðsemistölur hækkað. Hraði uppbyggingar í Geldinganesi vegur þungt í arðsemisreikningum. Arðsemi ganganna er um 10% en leiðar III um 13%.Talið er að það taki um fjögur og hálft ár að leggja leið III en fimm og hálft að leggja jarðgöng og segir í tilkynninguni að hægt sé að stytta þann tíma eitthvað gangi allur undirbúningur snurðulaust.Kostir jarðgangaleiðar fram yfir leið III.• Minni umhverfisáhrif í heild nema hvað varðar heildarakstur eða aksturinnan ganga, engin umhverfisáhrif við ósa Elliðaáa, minni hljóðvistarvandamál.• Betri landnýting, minna land undir umferðarmannvirki.• Minni umferð á austurhluta Miklubrautar og á mið og norðurhlutaSæbrautar sem gefur tækifæri til frekari uppbyggingar meðframSæbrautinni á því svæði.• Allar siglingaleiðir óheftar þar á meðal að starfsemi á Ártúnshöfða,(Björgunar, Malbikunarstöðvar, Sementsafgreiðslu). Kostir leiðar III fram yfir jarðgangaleið.• Ódýrari í stofnkostnaði og rekstri, hærri arðsemi, minni heildarakstur ígatnakerfinu.• Léttir meiri umferð af Ártúnsbrekku, Höfðabakkagatnamótum og Gullinbrú.• Betri tenging göngu- og reiðhjólaleiða.• Ekið ofanjarðar.• Minni óvissa um stofnkostnað.• Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.• Áfangaskiptingar auðveldari og auðveldara að aðlaga fjárfestingarskipulagsákvörðunum og uppbyggingu hvers tíma.Hér er ekki gerð tilraun til að meta þessa kosti og ókosti til fjár, enda torvelt ímörgum tilfellum.Báðar þær leiðir sem lagðar eru fram eru færar. Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og í henni er meðal annars farið yfir tæknileg atriði við gerð ganganna, kostnaðarmat og áhrif á umferð og það borðið saman við leið III, sem kölluð hefur verið „eyjalausn". Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir króna.Fram kemur í tilkynningu frá borginni að í samráðsferli um 1. áfanga Sundabrautar, sem nær yfir sundin, með þátttöku Reykjavíkurborgar, íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals, Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar var lögð áhersla á að kanna nánar jarðgangagerð á þeim áfanga.Ný jarðgangaleið var valin til skoðunar sem er lík legu þeirri sem var til skoðunar á árunum 1998-1999, en gangamunni að austanverðu er nú nær Geldinganesi en áður var. Með því verður tenging við Geldinganes og Kjalarnes og framtíðar þjóðveg til norðurs beinni en minni áhersla lögð á tengingu við Grafarvogshverfið. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á jarðfræði á leiða í ljós að á megninu af leiðinni er talið að jarðgöng liggi í bergi sem er hagstætt til jarðgangagerðar. Arðsemi 1. áfanga Sundabrautar er í samræmi við eldri áætlanir en hún miðast við uppbyggingu Sundabrautar í einum áfanga. Með áfangaskiptingu og lækkun stofnkostnaðar í upphafi geta arðsemistölur hækkað. Hraði uppbyggingar í Geldinganesi vegur þungt í arðsemisreikningum. Arðsemi ganganna er um 10% en leiðar III um 13%.Talið er að það taki um fjögur og hálft ár að leggja leið III en fimm og hálft að leggja jarðgöng og segir í tilkynninguni að hægt sé að stytta þann tíma eitthvað gangi allur undirbúningur snurðulaust.Kostir jarðgangaleiðar fram yfir leið III.• Minni umhverfisáhrif í heild nema hvað varðar heildarakstur eða aksturinnan ganga, engin umhverfisáhrif við ósa Elliðaáa, minni hljóðvistarvandamál.• Betri landnýting, minna land undir umferðarmannvirki.• Minni umferð á austurhluta Miklubrautar og á mið og norðurhlutaSæbrautar sem gefur tækifæri til frekari uppbyggingar meðframSæbrautinni á því svæði.• Allar siglingaleiðir óheftar þar á meðal að starfsemi á Ártúnshöfða,(Björgunar, Malbikunarstöðvar, Sementsafgreiðslu). Kostir leiðar III fram yfir jarðgangaleið.• Ódýrari í stofnkostnaði og rekstri, hærri arðsemi, minni heildarakstur ígatnakerfinu.• Léttir meiri umferð af Ártúnsbrekku, Höfðabakkagatnamótum og Gullinbrú.• Betri tenging göngu- og reiðhjólaleiða.• Ekið ofanjarðar.• Minni óvissa um stofnkostnað.• Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.• Áfangaskiptingar auðveldari og auðveldara að aðlaga fjárfestingarskipulagsákvörðunum og uppbyggingu hvers tíma.Hér er ekki gerð tilraun til að meta þessa kosti og ókosti til fjár, enda torvelt ímörgum tilfellum.Báðar þær leiðir sem lagðar eru fram eru færar. Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira