Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi 8. desember 2006 15:05 Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni. Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni.
Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira