Meirihlutaviðræðum miðar áfram í Árborg 2. desember 2006 19:01 Vel miðar í samningaviðræðum Framsóknar, Samfylkingar og vinstri grænna í Árborg, en fundað hefur verið í allan dag eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vegna ágreinings um skipulags- og launamál. Framtíð bæjarstjóra Árborgar er mjög ótrygg takist minnihlutaflokkunum að mynda meirihluta bæjarstjórnar segir oddviti sjálfstæðismanna.Fylkingarnar tvær hafa fundað stíft í dag og nú undir kvöld sátu forsvarsmenn minnihlutaflokkanna þriggja enn á fundi og munu halda áfram eftir stutt matarhlé. Þorvaldur Guðmundsson oddviti framsóknarmanna segir miða jákvætt áfram, en vildi ekki tjá sig frekar á þessu stigi.Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokks hafa sömuleiðis fundað síft í allan dag, en þeir funduðu einnig með fulltrúarði sjálfstæðisfélaganna í Árborg sem harmaði ákvörðun B-listans um að slíta samstarfi.Ágreiningur um skipulagsmál og launamál urðu meirihlutasamstarfinu að falli, og ganga ásakanir á víxl. Þórunn Jóna Hauksdóttir oddviti sjálfstæðismanna segir meirihlutaviðræður minnihlutans ekki vilja kjósenda.Þórunn Jóna Hauksdóttir oddviti sjálfstæðismanna segir viðræður minnihlutaflokkanna ekki leggjast vel í sjálfstæðismenn. Hún telur það ennfremur svik við kjósendur sem kusu sjálfstæðisflokkinn með miklum meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor.Þorvaldi finnst ásakanir sjálfstæðismanna um óheiðarleika í samstarfi sárar. Hann vísar því algjörlega á bug að framsókn hafi unnið í samstarfinu af óheilindum.Núverandi bæjarstjóri er Stefanía Katrín Karlsdóttir, en hún fékk ópólitíska ráðningu og segir Þórunn framtíð hennar afar ótrygga ef minnihlutanum tekst að mynda meirihluta. Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vel miðar í samningaviðræðum Framsóknar, Samfylkingar og vinstri grænna í Árborg, en fundað hefur verið í allan dag eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vegna ágreinings um skipulags- og launamál. Framtíð bæjarstjóra Árborgar er mjög ótrygg takist minnihlutaflokkunum að mynda meirihluta bæjarstjórnar segir oddviti sjálfstæðismanna.Fylkingarnar tvær hafa fundað stíft í dag og nú undir kvöld sátu forsvarsmenn minnihlutaflokkanna þriggja enn á fundi og munu halda áfram eftir stutt matarhlé. Þorvaldur Guðmundsson oddviti framsóknarmanna segir miða jákvætt áfram, en vildi ekki tjá sig frekar á þessu stigi.Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokks hafa sömuleiðis fundað síft í allan dag, en þeir funduðu einnig með fulltrúarði sjálfstæðisfélaganna í Árborg sem harmaði ákvörðun B-listans um að slíta samstarfi.Ágreiningur um skipulagsmál og launamál urðu meirihlutasamstarfinu að falli, og ganga ásakanir á víxl. Þórunn Jóna Hauksdóttir oddviti sjálfstæðismanna segir meirihlutaviðræður minnihlutans ekki vilja kjósenda.Þórunn Jóna Hauksdóttir oddviti sjálfstæðismanna segir viðræður minnihlutaflokkanna ekki leggjast vel í sjálfstæðismenn. Hún telur það ennfremur svik við kjósendur sem kusu sjálfstæðisflokkinn með miklum meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor.Þorvaldi finnst ásakanir sjálfstæðismanna um óheiðarleika í samstarfi sárar. Hann vísar því algjörlega á bug að framsókn hafi unnið í samstarfinu af óheilindum.Núverandi bæjarstjóri er Stefanía Katrín Karlsdóttir, en hún fékk ópólitíska ráðningu og segir Þórunn framtíð hennar afar ótrygga ef minnihlutanum tekst að mynda meirihluta.
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira