Þagnar rokkið? 30. nóvember 2006 16:18 Tónlistarþróunarmiðstöðin við Hólmaslóð. Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur." Fréttir Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga. Um 50 hljómsveitir leigja sér æfingaaðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson settu á laggirnar fyrir nærri fjórum árum við Hólmaslóð í Reykjavík og aðrar 50 eru á biðlista. Reksturinn er í járnum og nú fyrir skömmu neyddust þeir til að selja húsnæðið sem verður afhent um áramót. Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina um 2,8 milljónir að meðaltali á ári eða um ellefu milljónir alls og fengið af þeim fjórar komma fimm til baka í fasteignagjöld. Þá skuldar miðstöðin borginni hafnargjöld því rokkaramiðstöðin er skilgreind sem hafnsækin starfsemi. Daniel segir grundvallaratriði að hljómsveitir hafi vímuefnalausa og vaktaða æfingaaðstöðu þar sem þær hafa aðgang að tækjum, tólum, tónleikasal og geta sótt í reynslubrunn starfsmanna. Það er borgarinnar að styðja við þetta tómstundastarf unglinga, segir Daniel, rétt eins og íþróttir og aðra tómstundaiðju. "Við erum að biðja um 10 milljónir frá borginni á móti krökkunum sem eru að borga 12 milljónir á ári. Sem mér finnst bara sanngjarnt að borgin komi til móts við þau. Við erum búin að sýna fram á það hvað krakkarnir geta gert upp á eigin spýtur. Benjamín Mark Stacey í hljómsveitinni Sudden weather change segir Tónlistarþróunarmiðstöðina skipta sköpum fyrir tónlistarsenuna í landinu. Hann bendir á að fyrirtæki séu með sjóði til að styrkja hljómsveitir til útlanda. "En það er voða lítið vit í því að senda hljómsveit út sem hefur ekkert æft, það er eins og að senda út fótboltalið sem hefur engan heimavöll og getur ekkert æft." Og hann Ármann Ingvi Ármannsson í Who Knew var ómyrkur í máli um aðstöðuna og guðföður hennar, Daniel Pollock. "Hann er frábær maður með stórt hjarta, pönkari og meistari að mennt, hann er búinn að hjálpa okkur að gera allt sem við höfum gert hérna. Það er bara ljótt að taka þetta af okkur."
Fréttir Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira