Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak 27. nóvember 2006 14:11 MYND/KK Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira