Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins 25. nóvember 2006 19:15 Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Á sjöunda tug fugla var fargað í kjölfarið. Hann segir að tjónið verði bætt fjárhagslega og fuglastofnarnir verði endurnýjaðir.Niðurstöður rannsóknanna verða til þess að Sigurerninum verður sleppt í Grundarfirði á morgun klukkan eitt.Í dag var hið banvæna afbrigði H5N1 fuglaflensunnar staðfest í Suður Kóreu. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og slátra þurfti tæplega sjö þúsundum til viðbótar á fuglabúi í Iksan, sem er tvö 250 kílómetra suður af Seoul. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en nú hefur verið ákveðið að farga tæplega þrjú hundruð þúsund alifuglum í landinu. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist. Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, í miðausturlöndum, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu. Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Á sjöunda tug fugla var fargað í kjölfarið. Hann segir að tjónið verði bætt fjárhagslega og fuglastofnarnir verði endurnýjaðir.Niðurstöður rannsóknanna verða til þess að Sigurerninum verður sleppt í Grundarfirði á morgun klukkan eitt.Í dag var hið banvæna afbrigði H5N1 fuglaflensunnar staðfest í Suður Kóreu. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og slátra þurfti tæplega sjö þúsundum til viðbótar á fuglabúi í Iksan, sem er tvö 250 kílómetra suður af Seoul. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en nú hefur verið ákveðið að farga tæplega þrjú hundruð þúsund alifuglum í landinu. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist. Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, í miðausturlöndum, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu.
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira