Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann 17. nóvember 2006 17:48 Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi. Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira