Ákveðið var á hluthafafundi Dagsbrúnar í dag að félaginu verði skipt upp í tvö félög: fjölmiðlahluta 365 og Teymi, sem snýr að upplýsingatækni- og fjarskiptahluta félagsins. Stjórnin hefur kosið formenn og verður Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður fjölmiðlahlutans.
Aðrir í stjórn 365 eru: Pálmi Haraldsson, Árni Hauksson, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson.