Vill aukna samvinnu ASÍ og BSRB 25. október 2006 23:15 Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. MYND/Jón Hjörtur Hjartarsson Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira