Fyrrverandi dómsmálaráðherrar frömdu gróf mannréttindabrot 24. október 2006 18:25 Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla.
Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira