Sól í Straumi gegn stækkun í Straumsvík 23. október 2006 23:28 Álverið í Straumsvík MYND/Haraldur Jónasson Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira