Viðskipti innlent

Jöklabréf styrkja krónuna

Krónan styrktist um 0,5 prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 117,9 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 21. mars á þessu ári eða sama dag og Danske Bank birti skýrsluna frægu um íslenska hagkerfið væri á leið í kreppu. Skýrslan hafði hafði mjög neikvæð áhrif á gjaldeyrismarkaðinn og veiktist krónan um rúm 2 prósent sama dag.

Greiningardeild Landsbankans segir meginástæðuna fyrir styrkingu krónunnar í dag vera áframhaldandi útgáfa á svokölluðum jöklabréfum en Glitnir tilkynnti um 2,5 milljarða króna útgáfu í dag á bréfunum til tæplega tveggja ára.

Undanfarnar tvær vikur hafa verði gefin út krónubréf að upphæð 17 milljarðar króna og hefur gengi krónunnar styrkst um tæp 4 prósent á tímabilinu, að sögn greiningardeildar Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×