Viðskipti innlent

Barr með 90 prósent í Pliva

Höfuðstöðvar Pliva í Zagreb í Króatíu.
Höfuðstöðvar Pliva í Zagreb í Króatíu.

Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr hefur tryggt sér rúmlega 90 prósent hlutabréfa í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva, að eigin sögn. Tilboðsfrestur í Pliva rann út á miðnætti.

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal greindi frá því í gær að Barr hefði tryggt sér rúm 70 prósent í félaginu en vefritið MarketWatch segir í dag hlutinn kominn í 90 prósent.

Barr og Actavis hafa barist um Pliva síðan í júní á þessu ári. Hreyfing komst ekki á sölu með Pliva fyrr en Actavis gerði fyrst yfirtökutilboð í fyrirtækið í mars og hefur haft yfir að ráða rúmum 20 prósentum bréfa í fyrirtækinu með beinum og óbeinum hætti.

Yfirtökutilboð Barr frá því í september hljóðaði upp á 820 kúnur á hlut og ákvað stjórn Actavis í kjölfarið að hækka ekki tilboð sitt í félagið. Það hljóðaði upp á 795 kúnur á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×