Þörf á þjóðarsátt 2. október 2006 19:23 Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið. Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið.
Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira