Fimmtán og hálfur milljarður í tekjuafgang ríkissjóðs 2. október 2006 19:00 Stöðugleika í efnahagsmálum er spáð í fjárlagafrumvarpi næsta árs og að fimmtán og hálfur milljarður króna verði í tekjuafgang ríkissjóðs. Fjármálaráðherra kynnti frumvarpið á blaðamannafundi á Selfossi og blæs á þær gagnrýnisraddir sem segja að með því vilji hann skapa sér velvild í kjördæminu sem hann hyggst bjóða sig fram í. Samkvæmt fjármálafrumvarpinu verður tekjuafgangur ríkissjóðs 23 milljörðum meiri en reiknað var með í langtímaáætlun en áður var reiknað með 7 milljarða króna halla á ríkissjóði. Ráðherra útskýrir það reikningsdæmi með viðsnúningi vegna meiri tekna ríkissjóðs vegna aðhalds. Nú verður þó slakað á aðhaldi í ríkisfjármálum sem verið hefur við lýði undanfarin ár og ríkisútgjöld aukin þegar dregur úr stóriðjuframkvæmdum. Helst má sjá aukin útgjöld í samgönguframkvæmdum en þó ekki jafn mikið og áður var ráðgert. Ríkisstjórnin ætlar sér að láta hálfan milljarð í lækkun lyfjakostnaðar, lækka skatta og útgjöld vegna barnabóta aukast um fjórðung. Framlög til almannatrygginga verða stóraukin með hækkun á lífeyri og lífeyriskerfið verður einfaldað. Hinsvegar er gert ráð fyrir eins prósents hagvexti og ekkert er minnst á fjárútgjöld ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða við lækkun á matvælaverði né í fangelsismálum Fjárlagafrumvarpið var kynnt að þessu sinni á Hótel Selfossi en sumir stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt staðarvalið. Fjármálaráðherra segist ekki getað ímyndað sér að nokkur geti gagnrýnt það að kynningin hafi farið fram á Selfossi. Hann segist ekkert slæmt við að kynna málefni ráðuneytisins úti á landsbyggðinni Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Stöðugleika í efnahagsmálum er spáð í fjárlagafrumvarpi næsta árs og að fimmtán og hálfur milljarður króna verði í tekjuafgang ríkissjóðs. Fjármálaráðherra kynnti frumvarpið á blaðamannafundi á Selfossi og blæs á þær gagnrýnisraddir sem segja að með því vilji hann skapa sér velvild í kjördæminu sem hann hyggst bjóða sig fram í. Samkvæmt fjármálafrumvarpinu verður tekjuafgangur ríkissjóðs 23 milljörðum meiri en reiknað var með í langtímaáætlun en áður var reiknað með 7 milljarða króna halla á ríkissjóði. Ráðherra útskýrir það reikningsdæmi með viðsnúningi vegna meiri tekna ríkissjóðs vegna aðhalds. Nú verður þó slakað á aðhaldi í ríkisfjármálum sem verið hefur við lýði undanfarin ár og ríkisútgjöld aukin þegar dregur úr stóriðjuframkvæmdum. Helst má sjá aukin útgjöld í samgönguframkvæmdum en þó ekki jafn mikið og áður var ráðgert. Ríkisstjórnin ætlar sér að láta hálfan milljarð í lækkun lyfjakostnaðar, lækka skatta og útgjöld vegna barnabóta aukast um fjórðung. Framlög til almannatrygginga verða stóraukin með hækkun á lífeyri og lífeyriskerfið verður einfaldað. Hinsvegar er gert ráð fyrir eins prósents hagvexti og ekkert er minnst á fjárútgjöld ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða við lækkun á matvælaverði né í fangelsismálum Fjárlagafrumvarpið var kynnt að þessu sinni á Hótel Selfossi en sumir stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt staðarvalið. Fjármálaráðherra segist ekki getað ímyndað sér að nokkur geti gagnrýnt það að kynningin hafi farið fram á Selfossi. Hann segist ekkert slæmt við að kynna málefni ráðuneytisins úti á landsbyggðinni
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira