Alþingi sett á morgun 1. október 2006 18:25 MYND/GVA Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira