Bandaríski herinn kveður í dag 30. september 2006 12:02 Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni. Bandaríski fáninn verður dreginn niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinnipartinn í dag og sá íslenski dreginn að húni. Að því loknu hverfa síðustu bandarísku hermennirnir af landi brott og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur þá einn við löggæslu á svæðinu sem verður áfram lokað þar til íslensk stjórnvöld ákveða annað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir blendnar tilfinningar í huga sér á þessum sögulegu tímamótum. Vera Bandaríkjamanna hafi styrkt verkmenningu á Suðurnesjum og landinu öllu. En um leið hafi mörg vandamál fylgt veru þeirra. Hann segir Suðurnesjamenn hafa átt gott samstarf við Bandaríkjamenn á Miðnesheiði en líti á það sem áhugavert og mikilvægt verkefni að Íslendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum. Það er hluti af sjálfstæði þjóðar, segir Árni Sigfússon. Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast á morgun fagna brottför hersins og því að Miðnesheiðin sé aftur orðin íslenskt land. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum samtakanna á Njálsgötu 87 klukkan tólf á hádegi á morgun. Þaðan verður keyrt sem leið liggur upp á Miðnesheiði og dagurinn tekinn í að skoða minnisvarða hersetunnar. Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð á morgun. Sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá verður hleypt inn í hollum en ekki fleiri en 60 manns fara inn í stöðina í einu. Stefán Pálsson, talsmaður herstöðvaandstæðinga, segist vel sætta sig við þessi skilyrði en þykir þau nokkuð kúnstug. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni. Bandaríski fáninn verður dreginn niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinnipartinn í dag og sá íslenski dreginn að húni. Að því loknu hverfa síðustu bandarísku hermennirnir af landi brott og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur þá einn við löggæslu á svæðinu sem verður áfram lokað þar til íslensk stjórnvöld ákveða annað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir blendnar tilfinningar í huga sér á þessum sögulegu tímamótum. Vera Bandaríkjamanna hafi styrkt verkmenningu á Suðurnesjum og landinu öllu. En um leið hafi mörg vandamál fylgt veru þeirra. Hann segir Suðurnesjamenn hafa átt gott samstarf við Bandaríkjamenn á Miðnesheiði en líti á það sem áhugavert og mikilvægt verkefni að Íslendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum. Það er hluti af sjálfstæði þjóðar, segir Árni Sigfússon. Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast á morgun fagna brottför hersins og því að Miðnesheiðin sé aftur orðin íslenskt land. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum samtakanna á Njálsgötu 87 klukkan tólf á hádegi á morgun. Þaðan verður keyrt sem leið liggur upp á Miðnesheiði og dagurinn tekinn í að skoða minnisvarða hersetunnar. Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð á morgun. Sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá verður hleypt inn í hollum en ekki fleiri en 60 manns fara inn í stöðina í einu. Stefán Pálsson, talsmaður herstöðvaandstæðinga, segist vel sætta sig við þessi skilyrði en þykir þau nokkuð kúnstug.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira