Stóraukin áhersla á íslenskt efni á RÚV 28. september 2006 13:00 MYND/GVA Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hann taki gildi samhliða breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í samningnum er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til RÚV er varðar hljóðvarps- og sjónvarpsefni, þjónustu á textavarpi og veraldarvefnum, menningararf, sjónvarps- og hjóðvarpsdreifingu og þær upplýsingar sem koma eigi fram í ársskýrslu. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því með hvaða hætti RÚV skuli halda fjármálum og bókhaldi aðskildu milli þeirrar starfsemi sem varðar útvarpsþjónustu í almannaþágu og þess sem er í samkeppnisrekstri. Er gert ráð fyrir því að samningurinn sé til fimm ára. Mælt er fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á kjörtíma aukist um tæp 50 prósent á samningstímanum og þá mun fjöldi textaðra klukkustunda aukast um 100 prósent frá upphafi samningstímabilsins til loka þess. Þá er stefnt að því að öll forunnin innlend dagskrá verði textuð í lok samningstímabilsins. RÚV mun jafnframt gegna veigamiklu hlutverki í að styrkja og efla nýsköpun í dagskrárgerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningnum skuldbindur RÚV sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildamyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum króna á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 milljónir króna og verður við lok samningstímabilsins 250 milljónir. Þá er stefnt að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við ríkisfjölmiðla í ýmsum Evrópuríkjum. Má nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Frakkland og Írland. Verið er að undirbúa slíka samninga í fleiri löndum þar sem ríkari krafa er nú gerð um að útvarpsþjónusta í almannaþágu sé vel skilgreind og haldið aðskilinni frá starfsemi í samkeppnisrekstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hann taki gildi samhliða breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í samningnum er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til RÚV er varðar hljóðvarps- og sjónvarpsefni, þjónustu á textavarpi og veraldarvefnum, menningararf, sjónvarps- og hjóðvarpsdreifingu og þær upplýsingar sem koma eigi fram í ársskýrslu. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því með hvaða hætti RÚV skuli halda fjármálum og bókhaldi aðskildu milli þeirrar starfsemi sem varðar útvarpsþjónustu í almannaþágu og þess sem er í samkeppnisrekstri. Er gert ráð fyrir því að samningurinn sé til fimm ára. Mælt er fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á kjörtíma aukist um tæp 50 prósent á samningstímanum og þá mun fjöldi textaðra klukkustunda aukast um 100 prósent frá upphafi samningstímabilsins til loka þess. Þá er stefnt að því að öll forunnin innlend dagskrá verði textuð í lok samningstímabilsins. RÚV mun jafnframt gegna veigamiklu hlutverki í að styrkja og efla nýsköpun í dagskrárgerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningnum skuldbindur RÚV sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildamyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum króna á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 milljónir króna og verður við lok samningstímabilsins 250 milljónir. Þá er stefnt að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við ríkisfjölmiðla í ýmsum Evrópuríkjum. Má nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Frakkland og Írland. Verið er að undirbúa slíka samninga í fleiri löndum þar sem ríkari krafa er nú gerð um að útvarpsþjónusta í almannaþágu sé vel skilgreind og haldið aðskilinni frá starfsemi í samkeppnisrekstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira