SBV gagnrýnir niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra 26. september 2006 17:28 MYND/Vilhelm Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) harma niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra sem skilaði af sér tillögum um aðkomu ríkisins að húsnæðislánamarkaði. Hópurinn leggur til að komið verði á fót heildsölubanaka sem sinni fjármögnun íbúðarlaána sem síðan yrðu veitt í gengum banka og sparisjóði.Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að SBV telji að tillögur hópsins hindri eðlilega samkeppni á íbúðalánamarkaði og beinist að frekari ríkisvæðingu á húsnæðislánamarkaði.„Það er þvert á nútímaleg viðhorf um hlutverk ríkisins í atvinnulífi, að það skuli halda sig fjarri mörkuðum þar sem samkeppni ríkir, sbr. þær alvarlegu ábendingar sem alþjóðlegar stofnanir og matsfyrirtæki hafa sett fram undanfarin misseri um óeðlileg ríkisafskipti á íslenskum húsnæðislánamarkaði. Stýrihópur lagði þannig upp með að nýr sjóður yrði ekki eiginlegur heildsölusjóður heldur ríkisbanki á fjármálamarkaði sem veitti lán í gegnum dreifinet banka og sparisjóða," segir í tilkynningunni.Enn fremur segir í tilkynningunni„SBV kynntu stýrihópi félagsmálaráðherra tillögur um fjármögnunarsjóð íbúðalána í sumar. Þær fela í sér:· Að settur verði á stofn heildsölu fjármögnunarsjóður sem keypti lán af lánveitendum á grunni staðla sem sjóðurinn setur.· Með því væri verðsamkeppni á húsnæðislánamarkaði tryggð og einstakir lánveitendur gætu keppt sín á milli um lánstíma, vaxtakjör og aðra þætti, s.s. verðtryggð eða óverðtryggð lán o.s.frv.· Að sjóðurinn væri grundvöllur almenns lánakerfis húsnæðislána á Íslandi í takt við það sem þekkist í öðrum ríkjum.· Að skilið verði á milli almenns lánakerfis og félagslegs kerfis. Almennt lánakerfi tryggði þannig lán til allra sem standast greiðslumat óháð búsetu. Félagslegt kerfi sneri að þeim sem ekki stæðust greiðslumat.· Að um einn stóran sameiginlegan sjóð í eigu ríkis og markaðsaðila væri að ræða, sem gæfi út stóra skuldabréfaflokka með miklum seljanleika og dýpt. Með slíkri sameiginlegri aðkomu yrðu útgáfur sjóðsins nægilega stórar til að verða eftirsótt fjárfesting fyrir fjárfesta á alþjóðamarkaði.· Að sett verði almenn löggjöf um varin skuldabréf" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) harma niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra sem skilaði af sér tillögum um aðkomu ríkisins að húsnæðislánamarkaði. Hópurinn leggur til að komið verði á fót heildsölubanaka sem sinni fjármögnun íbúðarlaána sem síðan yrðu veitt í gengum banka og sparisjóði.Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að SBV telji að tillögur hópsins hindri eðlilega samkeppni á íbúðalánamarkaði og beinist að frekari ríkisvæðingu á húsnæðislánamarkaði.„Það er þvert á nútímaleg viðhorf um hlutverk ríkisins í atvinnulífi, að það skuli halda sig fjarri mörkuðum þar sem samkeppni ríkir, sbr. þær alvarlegu ábendingar sem alþjóðlegar stofnanir og matsfyrirtæki hafa sett fram undanfarin misseri um óeðlileg ríkisafskipti á íslenskum húsnæðislánamarkaði. Stýrihópur lagði þannig upp með að nýr sjóður yrði ekki eiginlegur heildsölusjóður heldur ríkisbanki á fjármálamarkaði sem veitti lán í gegnum dreifinet banka og sparisjóða," segir í tilkynningunni.Enn fremur segir í tilkynningunni„SBV kynntu stýrihópi félagsmálaráðherra tillögur um fjármögnunarsjóð íbúðalána í sumar. Þær fela í sér:· Að settur verði á stofn heildsölu fjármögnunarsjóður sem keypti lán af lánveitendum á grunni staðla sem sjóðurinn setur.· Með því væri verðsamkeppni á húsnæðislánamarkaði tryggð og einstakir lánveitendur gætu keppt sín á milli um lánstíma, vaxtakjör og aðra þætti, s.s. verðtryggð eða óverðtryggð lán o.s.frv.· Að sjóðurinn væri grundvöllur almenns lánakerfis húsnæðislána á Íslandi í takt við það sem þekkist í öðrum ríkjum.· Að skilið verði á milli almenns lánakerfis og félagslegs kerfis. Almennt lánakerfi tryggði þannig lán til allra sem standast greiðslumat óháð búsetu. Félagslegt kerfi sneri að þeim sem ekki stæðust greiðslumat.· Að um einn stóran sameiginlegan sjóð í eigu ríkis og markaðsaðila væri að ræða, sem gæfi út stóra skuldabréfaflokka með miklum seljanleika og dýpt. Með slíkri sameiginlegri aðkomu yrðu útgáfur sjóðsins nægilega stórar til að verða eftirsótt fjárfesting fyrir fjárfesta á alþjóðamarkaði.· Að sett verði almenn löggjöf um varin skuldabréf"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira