Innlent

Barr hækkar tilboð sitt í PLIVA

Forsvarsmenn bandaríska lyfjafyrirtæksins Barr greindu frá því í dag þeir hefðu hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA.

Þar með heldur barátta Actavis og Barr um yfirráð í PLIVA áfram. Barr neitaði hins vegar gefa upp hversu hátt hið nýja tilboð væri fyrr en króatíska fjármálaeftirlitið hefði lagt blessun sína yfir það. Barr hafði frest til dagsins í dag til að hækka fyrra tilboð sitt, sem var upp á 150 milljarða íslenskra króna, en Actavis hækkaði sitt tilboð í síðustu viku upp í 175 milljarða. Ekki er ljóst hvort Actavis muni hækka sig enn frekar en ef félaginu tekst að tryggja sér yfirráð í PLIVA verður til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×