Federer valtaði yfir Wang

Stigahæsti tennisleikar heims, Roger Federer, var ekki í vandræðum með kínverska spilarann Yeu-Tzuoo Wang í fyrstu umferð opna bandaríska meistaramótsins í kvöld og vann auðveldan sigur 6-4, 6-1 og 6-0. "Ég reyndi bara að setja pressu á hann strax og spila minn leik og það tókst fullkomlega," sagði Federer og var ánægður með byrjun sína á mótinu.