Viðskipti innlent

Stoðir skila 4,2 milljarðs króna hagnaði

Fasteignafélagið Stoðir hf. og dótturfélög þess skiluðu 4,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta 3,4 milljörðum krónum betri afkoma en á sama tíma fyrir ári.

Í hálfsárs uppgjöri fasteignafélagsins frá Kauphöll Íslands kemur fram að heildareignir Stoða, sem að mestu sinnir útleigu og rekstri á atvinnuhúsi hér á landi og á Norðurlöndunum, hafi numið 104,7 milljörðum króna í lok júní en numið 72,5 milljörðum í lok síðasta árs.

Þá nam eigið fé fyrirtækisins í júnílok tæpum 15,3 milljörðum króna sem er tæpum 4,5 milljörðum krónum meira en í lok síðasta árs. Þar af hafi hlutafé numið tæpum 2,2 milljörðum króna.

Stoðir hf. á verslunarhúsnæði, skrifstofur, hótel og vörugeymslur eða yfir hálfa milljón fermetra. Leigutakar Stoða eru rúmlega 500 en á meðal þeirra stærstu eru Hagar hf., Flugleiðahótel, danska ríkið, Fasteignir ríkissjóðs og sé nýtingarhlutfall 98 prósent, að því er fram kemur í uppgjörinu.

Þá segir ennfremur að horfur félagsins séu góðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×