Camara semur við Wigan
Framherjinn Henri Camara hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2009. Ákvæði í gamla samningnum hans gaf til kynna að hann ætti rétt á nýjum og bættum samningi ef liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en gamli samningurinn var til ársins 2008. Camara er frá Senegal og er 29 ára gamall. Hann skoraði 12 mörk í 30 leikjum fyrir Wigan á ótrúlegri fyrstu leiktíð félagsins í úrvalsdeildinni í fyrra.