Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs 20. ágúst 2006 03:15 Jón Sigurðsson segir meginatriðin í stefnu Framsóknarflokksins í hans formannstíð vera að ná jafnvægi í efnahagsmálum og halda áfram að efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. Siv Friðleifsdóttir segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í kosningunni. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn." Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn."
Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira