Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs 20. ágúst 2006 03:15 Jón Sigurðsson segir meginatriðin í stefnu Framsóknarflokksins í hans formannstíð vera að ná jafnvægi í efnahagsmálum og halda áfram að efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. Siv Friðleifsdóttir segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í kosningunni. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn." Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn."
Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira