Slaka á sérkröfum um öryggisleit 18. ágúst 2006 15:45 MYND/Teitur Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. Farþegar eru enn um sinn hvattir til að lágmarka handfarangur sinn til að tryggja greiða afgreiðslu við öryggisleit. Öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli verður hagað með eftirfarandi hætti þar til annað verður ákveðið: Farþegum á leið til Bandaríkjanna er enn óheimilt að hafa meðferðis vökva eða vökvatengd efni. Undanþegin þessu eru nauðsynleg lyf, matvara fyrir ungabörn og varningur keyptur í flugstöðinni sem afhentur er í innsigluðum umbúðum. Einnig mega farþegar á leið til Bandaríkjanna eiga von á að lenda í aukaöryggisleit við brottfararhlið. Farþegum á öðrum flugleiðum skal bent á að öryggisstarfsfólk gefur vökvum og vökvakenndum efnum sérstakan gaum. Slembileit verður viðhöfð á skófatnaði í stað þess að allir farþegar þurfi að fara úr skóm. Farþegar þurfa að taka fartölvur og annan rafmagnsbúnað úr handfarangri áður en farið er í gegnum vopnaleit. Rétt er að taka fram að engar nýjar takmarkanir eru á meðferð slíks búnaðar þ.á.m. farsíma og "i-pod" hljómtækja. Til að flýta öryggisleit er mælt með því að farþegar taki alla málmhluti af sér og úr vösum áður en gengið er gegnum málmleitarhlið. Yfirvöld vilja koma á framfæri þökkum til flugfarþega fyrir skilning á breyttum aðstæðum og munu gera sitt ýtrasta til að lágmarka óþægindi af þessum sökum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugvallarstjórinn og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sendu frá sér. Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. Farþegar eru enn um sinn hvattir til að lágmarka handfarangur sinn til að tryggja greiða afgreiðslu við öryggisleit. Öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli verður hagað með eftirfarandi hætti þar til annað verður ákveðið: Farþegum á leið til Bandaríkjanna er enn óheimilt að hafa meðferðis vökva eða vökvatengd efni. Undanþegin þessu eru nauðsynleg lyf, matvara fyrir ungabörn og varningur keyptur í flugstöðinni sem afhentur er í innsigluðum umbúðum. Einnig mega farþegar á leið til Bandaríkjanna eiga von á að lenda í aukaöryggisleit við brottfararhlið. Farþegum á öðrum flugleiðum skal bent á að öryggisstarfsfólk gefur vökvum og vökvakenndum efnum sérstakan gaum. Slembileit verður viðhöfð á skófatnaði í stað þess að allir farþegar þurfi að fara úr skóm. Farþegar þurfa að taka fartölvur og annan rafmagnsbúnað úr handfarangri áður en farið er í gegnum vopnaleit. Rétt er að taka fram að engar nýjar takmarkanir eru á meðferð slíks búnaðar þ.á.m. farsíma og "i-pod" hljómtækja. Til að flýta öryggisleit er mælt með því að farþegar taki alla málmhluti af sér og úr vösum áður en gengið er gegnum málmleitarhlið. Yfirvöld vilja koma á framfæri þökkum til flugfarþega fyrir skilning á breyttum aðstæðum og munu gera sitt ýtrasta til að lágmarka óþægindi af þessum sökum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugvallarstjórinn og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sendu frá sér.
Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira