Slaka á sérkröfum um öryggisleit 18. ágúst 2006 15:45 MYND/Teitur Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. Farþegar eru enn um sinn hvattir til að lágmarka handfarangur sinn til að tryggja greiða afgreiðslu við öryggisleit. Öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli verður hagað með eftirfarandi hætti þar til annað verður ákveðið: Farþegum á leið til Bandaríkjanna er enn óheimilt að hafa meðferðis vökva eða vökvatengd efni. Undanþegin þessu eru nauðsynleg lyf, matvara fyrir ungabörn og varningur keyptur í flugstöðinni sem afhentur er í innsigluðum umbúðum. Einnig mega farþegar á leið til Bandaríkjanna eiga von á að lenda í aukaöryggisleit við brottfararhlið. Farþegum á öðrum flugleiðum skal bent á að öryggisstarfsfólk gefur vökvum og vökvakenndum efnum sérstakan gaum. Slembileit verður viðhöfð á skófatnaði í stað þess að allir farþegar þurfi að fara úr skóm. Farþegar þurfa að taka fartölvur og annan rafmagnsbúnað úr handfarangri áður en farið er í gegnum vopnaleit. Rétt er að taka fram að engar nýjar takmarkanir eru á meðferð slíks búnaðar þ.á.m. farsíma og "i-pod" hljómtækja. Til að flýta öryggisleit er mælt með því að farþegar taki alla málmhluti af sér og úr vösum áður en gengið er gegnum málmleitarhlið. Yfirvöld vilja koma á framfæri þökkum til flugfarþega fyrir skilning á breyttum aðstæðum og munu gera sitt ýtrasta til að lágmarka óþægindi af þessum sökum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugvallarstjórinn og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sendu frá sér. Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. Farþegar eru enn um sinn hvattir til að lágmarka handfarangur sinn til að tryggja greiða afgreiðslu við öryggisleit. Öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli verður hagað með eftirfarandi hætti þar til annað verður ákveðið: Farþegum á leið til Bandaríkjanna er enn óheimilt að hafa meðferðis vökva eða vökvatengd efni. Undanþegin þessu eru nauðsynleg lyf, matvara fyrir ungabörn og varningur keyptur í flugstöðinni sem afhentur er í innsigluðum umbúðum. Einnig mega farþegar á leið til Bandaríkjanna eiga von á að lenda í aukaöryggisleit við brottfararhlið. Farþegum á öðrum flugleiðum skal bent á að öryggisstarfsfólk gefur vökvum og vökvakenndum efnum sérstakan gaum. Slembileit verður viðhöfð á skófatnaði í stað þess að allir farþegar þurfi að fara úr skóm. Farþegar þurfa að taka fartölvur og annan rafmagnsbúnað úr handfarangri áður en farið er í gegnum vopnaleit. Rétt er að taka fram að engar nýjar takmarkanir eru á meðferð slíks búnaðar þ.á.m. farsíma og "i-pod" hljómtækja. Til að flýta öryggisleit er mælt með því að farþegar taki alla málmhluti af sér og úr vösum áður en gengið er gegnum málmleitarhlið. Yfirvöld vilja koma á framfæri þökkum til flugfarþega fyrir skilning á breyttum aðstæðum og munu gera sitt ýtrasta til að lágmarka óþægindi af þessum sökum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugvallarstjórinn og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sendu frá sér.
Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira