Þjóðverjar lögðu Svía 3-0 16. ágúst 2006 21:06 Miroslav Klose hélt uppteknum hætti frá HM og skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja á Schalke Arena, en hann var fyrir leikinn sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn besti leikmaður síðustu leiktíðar í þýsku úrvalsdeildinni Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira