Eigendur Dell-fartölva kanni framleiðslunúmer rafhlöðu 15. ágúst 2006 15:22 Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Flestar rafhlaðnanna, eða þrjár milljónir, voru seldar í Bandaríkjunum. Fram kemur á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Greint er frá því á fréttavef Politkien að 30 þúsund tölvur verði innkallaðar þar í landi vegna vandans en hér á landi hefur EJS umboð fyrir Dell. Þar á bæ hafa menn ekki fengið neinar kvartanir vegna elds í fartölvurafhlöðum og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að að engin að þeim fartölvum sem nú eru til sölu hjá fyrirtækinu séu með rafhlöður sem kallaðar hafa verið inn. Hins vegar eru eigendur Dell-fartölva beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS, ejs.is, og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Ef svo sé er fólk beðið um að hafa samband við fyrirtækið fyrir frekari upplýsingar. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs EJS, er erfitt fyrir fyrirtækið að átta sig á hvort vélar með gallaðar rafhlöður hafi verið seldar hér á landi þar sem um er að ræða framleiðslunúmer rafhlöðunnar en ekki tölvunnar. EJS taki því það skref að biðja viðskiptavini að kanna rafhlöður sínar en fyrirtækið muni áfram reyna að komast að því hvort og þá hve margar vélar séu með gallaðar rafhlöður hér á landi. Hann segir að jafnvel þótt rafhlaða hafi framleiðslunúmer sem tilgreint sé á heimasíðunni sé ekki víst að hún sé gölluð en ef svo reynist vera fái viðskiptavinir að sjálfsögðu nýja rafhlöðu. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Flestar rafhlaðnanna, eða þrjár milljónir, voru seldar í Bandaríkjunum. Fram kemur á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Greint er frá því á fréttavef Politkien að 30 þúsund tölvur verði innkallaðar þar í landi vegna vandans en hér á landi hefur EJS umboð fyrir Dell. Þar á bæ hafa menn ekki fengið neinar kvartanir vegna elds í fartölvurafhlöðum og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að að engin að þeim fartölvum sem nú eru til sölu hjá fyrirtækinu séu með rafhlöður sem kallaðar hafa verið inn. Hins vegar eru eigendur Dell-fartölva beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS, ejs.is, og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Ef svo sé er fólk beðið um að hafa samband við fyrirtækið fyrir frekari upplýsingar. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs EJS, er erfitt fyrir fyrirtækið að átta sig á hvort vélar með gallaðar rafhlöður hafi verið seldar hér á landi þar sem um er að ræða framleiðslunúmer rafhlöðunnar en ekki tölvunnar. EJS taki því það skref að biðja viðskiptavini að kanna rafhlöður sínar en fyrirtækið muni áfram reyna að komast að því hvort og þá hve margar vélar séu með gallaðar rafhlöður hér á landi. Hann segir að jafnvel þótt rafhlaða hafi framleiðslunúmer sem tilgreint sé á heimasíðunni sé ekki víst að hún sé gölluð en ef svo reynist vera fái viðskiptavinir að sjálfsögðu nýja rafhlöðu.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira