Hagnaður Sparisjóðabankans aldrei meiri 15. ágúst 2006 14:59 Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári nam 756,2 milljónum króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar Íslands kemur fram, að samfelldur mikill hagnaður í nokkur misseri hafi styrkt stöðu bankans verulega og sé hann því vel í stakk búinn að hefja kröftuga sókn til vaxtar og áframhaldandi arðsemi. Verði áform þar að lútandi kynnt síðar á árinu. Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu hafi numið 603,2 milljónum króna á fyrri hluta ár sem er 53,1 prósenti meira en á sama tíma í fyrra. Nægja vaxtatekjurnar til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði bankans ásamt virðisrýrnun útlána og er það viðsnúningur frá því sem áður var. Þetta bendir til sífellt meiri styrkleika í hefðbundinni útlánastarfsemi bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Útlán hækkuðu úr 47,4 milljörðum í árslok 2005 í 58,2 milljarða krónur í júnílok og nemur hækkunin 22,7 prósentum. Þar af hækkuðu útlána bankans á viðskiptamenn sem ekki eru lánastofnanir úr 20,9 milljörðum króna í 26,5 milljarða. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn hafi smám saman aukið útlán til erlendra aðila á síðustu misserum og sjái hann fjölmörg sóknarfæri á því sviði. Ráðist vaxtarmöguleikar bankans að verulegu leyti af aðgengi bankans að erlendu lánsfjármagni en aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum hafa verið íslenskum bönkum erfiðar frá því í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir það hafi bankinn tekið 100 milljónir evra að láni hjá hópi evrópskra banka í maí. Leysti lántakan endurfjármögnunarþörf bankans fram á mitt næsta ár. Bankinn hefur að undanförnu kannað ýmsa nýja lántökumöguleika og virðist sem viðhorf erlendra lánveitenda sé að verða jákvæðara í garð íslenskra banka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári nam 756,2 milljónum króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar Íslands kemur fram, að samfelldur mikill hagnaður í nokkur misseri hafi styrkt stöðu bankans verulega og sé hann því vel í stakk búinn að hefja kröftuga sókn til vaxtar og áframhaldandi arðsemi. Verði áform þar að lútandi kynnt síðar á árinu. Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu hafi numið 603,2 milljónum króna á fyrri hluta ár sem er 53,1 prósenti meira en á sama tíma í fyrra. Nægja vaxtatekjurnar til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði bankans ásamt virðisrýrnun útlána og er það viðsnúningur frá því sem áður var. Þetta bendir til sífellt meiri styrkleika í hefðbundinni útlánastarfsemi bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Útlán hækkuðu úr 47,4 milljörðum í árslok 2005 í 58,2 milljarða krónur í júnílok og nemur hækkunin 22,7 prósentum. Þar af hækkuðu útlána bankans á viðskiptamenn sem ekki eru lánastofnanir úr 20,9 milljörðum króna í 26,5 milljarða. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn hafi smám saman aukið útlán til erlendra aðila á síðustu misserum og sjái hann fjölmörg sóknarfæri á því sviði. Ráðist vaxtarmöguleikar bankans að verulegu leyti af aðgengi bankans að erlendu lánsfjármagni en aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum hafa verið íslenskum bönkum erfiðar frá því í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir það hafi bankinn tekið 100 milljónir evra að láni hjá hópi evrópskra banka í maí. Leysti lántakan endurfjármögnunarþörf bankans fram á mitt næsta ár. Bankinn hefur að undanförnu kannað ýmsa nýja lántökumöguleika og virðist sem viðhorf erlendra lánveitenda sé að verða jákvæðara í garð íslenskra banka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira