Skorar á yfirvöld að lengja kennaranám 10. ágúst 2006 19:45 Formaður Kennarasambands Íslands skorar á yfirvöld að lengja kennaranám til samræmis við nágrannalöndin til þess að bæta námsárangur í íslenskum skólum. Þá segir hann samfélagið í heild þurfa að taka á óstýrilæti og agaleysi til þess að ná sömu markmiðum. Í nýrri efnahagsskýrslu OECD um Ísland er meðal annars bent á að fjárveitingar til menntamála hafi verið stórauknar á síðustu árum og séu nú meðal þeirra hæstu innan OECD miðað við landsframleiðslu. Það hafi hins vegar ekki skilað sér í betri námsárangri sem sé í meðallagi í grunnskólum samkvæmt könnunum. Skýrsluhöfundar leggja því til að gæðin verði tekin fram yfir magnið í skólum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að það taki nokkur ár til viðbótar fyrir aukið fjármagn að skila sér í betri árangri. Hann bendir á að fjármagn til kennslu í grunnskólum hafi verið skorið gífurlega niður á árinu 1992 þannig að þeir sem hafi útskrifast árið 2003 hafi upplifað grunnskólann með verulega skertri þjónustu. Skýrsluhöfundar benda á að leggja þurfi meiri áherslu á aukna menntun kennara en sömu tillögur komu frá nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins nýverið. Eiríkur skorar á bæði ríkisstjórnina og sveitarfélögin að gera kennaramenntun sambærilega við samanburðarlöndin. Þá sé hann viss um að Íslendingar verði meðal þeirra þjóða sem ná bestum árangri. Fleiri þættir spila inn í námsárangur og nefnir Eiríkur þar aga en hann sé minni hér í skólum en í nágrannalöndunum. Þar þurfi heimilin og skólarnir að vinna saman því öðruvísi náist ekki árangur á þessu sviði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands skorar á yfirvöld að lengja kennaranám til samræmis við nágrannalöndin til þess að bæta námsárangur í íslenskum skólum. Þá segir hann samfélagið í heild þurfa að taka á óstýrilæti og agaleysi til þess að ná sömu markmiðum. Í nýrri efnahagsskýrslu OECD um Ísland er meðal annars bent á að fjárveitingar til menntamála hafi verið stórauknar á síðustu árum og séu nú meðal þeirra hæstu innan OECD miðað við landsframleiðslu. Það hafi hins vegar ekki skilað sér í betri námsárangri sem sé í meðallagi í grunnskólum samkvæmt könnunum. Skýrsluhöfundar leggja því til að gæðin verði tekin fram yfir magnið í skólum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að það taki nokkur ár til viðbótar fyrir aukið fjármagn að skila sér í betri árangri. Hann bendir á að fjármagn til kennslu í grunnskólum hafi verið skorið gífurlega niður á árinu 1992 þannig að þeir sem hafi útskrifast árið 2003 hafi upplifað grunnskólann með verulega skertri þjónustu. Skýrsluhöfundar benda á að leggja þurfi meiri áherslu á aukna menntun kennara en sömu tillögur komu frá nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins nýverið. Eiríkur skorar á bæði ríkisstjórnina og sveitarfélögin að gera kennaramenntun sambærilega við samanburðarlöndin. Þá sé hann viss um að Íslendingar verði meðal þeirra þjóða sem ná bestum árangri. Fleiri þættir spila inn í námsárangur og nefnir Eiríkur þar aga en hann sé minni hér í skólum en í nágrannalöndunum. Þar þurfi heimilin og skólarnir að vinna saman því öðruvísi náist ekki árangur á þessu sviði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira